08.03.2007 20:50

Nóg að gera

Já dagarnir líða og á morgun er litli kúturinn orðinn 3 vikna gamall. Ég trúi því varla, finnst eins og þetta hafi bara gerst í gær, úff áður en maður veit af verður hann farinn að heimann....hehe En annars gengur allt vel, litli prinsinn er reyndar búinn að vera soldið slæmur í maganum síðustu tvo daga, þetta tekur svoldið á þar sem okkur foreldrunum finnst mjög erfitt að hlusta á kútinn gráta svona sárt og geta ekkert gert :( En þetta er víst alveg eðlilegt, ég er bara að skoða allt sem ég borða og reyni að forðast það sem ég veit að getur verið slæmt fyrir hann, vonum að þetta sé bara tímabundið.
Lísa skvísa kom í heimsókn til okkar og fékk að sjá litla bróðir sinn í firsta sinn, hún vissi ekki alveg hvernig hún átti að haga sér en hún fékk að halda á litla bróðir sínum og auðvita tókum við fullt af myndum :)

Svo eru það stóru fréttirnar, það er komin dagsetning fyrir skírnina :) Ætlum að skíra litla prinsinn 17.mars. Það verður bara heimaskírn og þar sem við eigum svo stóra fjölskyldu þá ætlum við bara að hafa tvær veislur, eina fyrir fjölskylduna,17.mars og svo ætla ég að bjóða stelpunum og vinum að kíkja í kaffi daginn eftir...vona að allir séu sáttir við það :)

En jæja, kúturinn er að vakna og það er best að vera tilbúinn með mat handa honum :)

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58692
Samtals gestir: 11972
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 08:43:10